Lokahóf yngri flokka körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í Ljónagryfjunni í dag. Lára Ösp Ásgeirsdóttir hlaut þá Áslaugarbikarinn og Sigurbergur Ísaksson hlaut Elfarsbikarinn. Verðlaun voru veitt fyrir leikmenn ársins og mestu framfarir í minnibolta 10 ára og eldri, eða í þeim flokkum sem leika á Íslandsmóti. Iðkendur í yngstu hópunum voru leystir út með viðurkenningarskjölum.
Áslaugar- og Elfarsbikarinn eru afhentir efnilegustu leikmönnum félagsins á yngriflokka aldri og þeim sem eru fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn utan sem innan vallar. Áslaugarbikarinn er nú afhentur í ellefta sinn en hann er gefinn til minningar um Áslaugu Óladóttur af fjölskyldu hennar.
Elfarsbikarinn hefur verið afhentur í 33 ár en Elfarsbikarinn er gefinn af fjölskyldu Elfars heitins Jónssonar. Bæði Áslaug og Elfar voru virk í starfi körfunnar í Njarðvík og voru fulltrúar frá fjölskyldum þeirra sem afhenda bikarana í dag. Það má geta þess að þessir bikarar eru veittir leikmönnum sem hafa lokið grunnskóla. Það voru Elín María Óladóttir systir Áslaugar sem afhenti Láru Áslaugarbikarinn og Jón Þór Elfarsson sonur Elfars sem afheti bikarinn fyrir hönd fjölskyldu Elfars.
Lára Ösp Ásgeirsdóttir
Lára Ösp Ásgeirsdóttir er leikmaður meistaraflokks kvenna og en er enn á yngri flokka aldri. Hún hefur leikið í meistaraflokki síðustu ár með stoppi í bandaríska háskólaboltanum, hún varð Íslandsmeistari 2021 með liðinu og ein af lykilleikmönnum liðsins í ár eins og þá. Þrátt fyrir ungan aldur er hún komin með mikla reynslu í meistaraflokki. Hún hefur einnig leikið með yngri landsliðum Íslands. Lára Ösp er mikil fyrirmynd utan vallar og innan og æfir vel aukalega.
Sigurbergur Ísaksson
Sigurbergur Ísaksson leikmaður ungmennaflokks og meistaraflokks félagsins. Hann var lykilmaður í ungmennaflokki og átti marga flotta leiki í vetur. Sigurbergur lék einnig í Subway deildinni með meistaraflokki karla. Sigurbergur er duglegur og æfir vel aukalega. Hann er
flott fyrirmynd fyrir unga leikmenn. Sigurbergur þjálfar einnig hjá félaginu og er virkur í öllu félagstarfi og dæmir t.d. marga yngri flokka leiki í vetur
Aðrir vinningshafar á hófinu voru sem hér segir:
Ungmennaflokkur Karla | ||
Leikmaður Ársins: Elías Bjarki Pálsson | Mestu framfarir: Mikael Máni Möller | |
12. flokkur Karla | ||
Leikmaður Ársins: Guðjón Logi Sigfússon | Mestu Framfarir: Óðinn Kristjon Weaver | |
12. flokkur Kvenna | ||
Leikmaður Ársins: Sara Björk Logadóttir | Mestu Framfarir: Veiga Dís Halldórsdóttir | |
10. flokkur Drengja | ||
Leikmaður Ársins: Patrik Joe Birmingham | Mestu Framfarir: Olaf Michal Gocel | |
10. flokkur Stúlkna | ||
Leikmaður Ársins: Hulda María Agnarsdóttir | Mestu Framfarir: Kristín Björk Guðjónsdóttir | |
9. flokkur stúlkna | ||
Leikmaður Ársins: Þorgerður Tinna Kristinsdottir | Mestu Framfarir: Kara Sif Gunnarsdóttir | |
8. flokkur stúlkna | ||
Leikmaður ársins: Karen Ósk Lúthersdóttir | Mestu framfarir: Elzé Andrijauskaité | |
7. flokkur drengja | ||
Leikmaður ársins: Grétar Atli Sigurbjörnsson | Mestu framfarir: Sigurður Rúnar Eiríksson | |
7.flokkur stúlkna | ||
Leikmaður ársins: Harpa Rós Ívarsdóttir. | Mestu framfarir: Fanney Helga Gretarsdóttir. | |
Minnibolti 11 ára stúlkur | ||
Leikmaður ársins: Karen Gígja Guðnadóttir | Mestu framfarir: Elísa Guðrún Guðnadóttir. | |
Minnibolti 11 ára drengir | ||
Leikmaður ársins: Arnór Darri Jónsson | Mestu framfarir: Dagur Logi Atlason | |
Minnibolti 10 ára stúlkur | ||
Leikmaður ársins: Aría Rhiannon Dupree | Mestar framfarir: Íris Freyja Atladóttir | |
Minnibolti 10 ára drengir | ||
Leikmaður ársins: Hafsteinn Leó Sævarsson | Mestu framfarir: Arnór Óli Da Cruz | |