Lokaleikurinn fyrir jól: Valur-NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Í kvöld leika okkar menn sinn síðasta leik fyrir jólafrí í Subway-deild karla þegar liðið mætir Val að Hlíðarenda. Bræður munu berjast eins og þeir segja þegar Elías og Kristinn Pálssynir leiða saman hesta sína en eins og mörgum er kunnugt leikur Kristinn með Val þessa vertíðina. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 í Origo-höllinni.

Fyrir kvöldið eru fimm lið jöfn á toppi deildarinnar með 14 stig en það eru Njarðvík, Keflavík, Álftanes, Valur og Þór Þorlákshöfn. Það eru því tvö þungavigtarstig á boðstólunum í kvöld sem og reyndar í öllum umferðum til þessa í jafnri og spennandi deild.

Eftir leik kvöldsins er komið jólafrí og verður næsti leikur okkar manna einnig á útivelli á nýja árinu þann 5. janúar þegar við heimsækjum Stjörnuna í Umhyggjuhöllina í Garðabæ.