Lokaumferð Bónusdeildar karla í kvöld: Hvar endum við og hverjum mætum við?Prenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram lokaumferðin í Bónusdeild karla og þá skýrist endanlega hverjir verði deildarmeistarar, ljóst er hverjir falla en röðun í úrslitakeppnina og hverjir sitji eftir mun allt vera uppi á borðum eftir leiki kvöldsins. Njarðvíkurljónin fá verðugt verkefni í kvöld þegar liðið mætir Stjörnunni í Umhyggjuhöllinni kl. 19:15.

Fyrir þessa síðustu umferð er ljóst að okkar menn geta hafnað í 2. sæti, 3. sæti eða 4. sæti í deildinni. Að sama skapi á Stjarnan möguleika á því að verða deildarmeistari. Það er því mikið undir fyrir bæði lið og ráðlegt að græna hjörðin troðfylli Umhyggjuhöllina og styðji okkar menn í baráttunni fyrir 2. sæti í deildinni.

Mætum græn – áfram Njarðvík!
#FyrirFánann