Í kvöld fer fram lokaumferðin í Bónusdeild kvenna þegar nýkrýndir bikarmeistarar okkar í Njarðvík mæta deildarmeisturum Hauka. Leikurinn hefst kl. 19.15 að Ásvöllum í Hafnarfirði.
Viðburðarík og skemmtileg helgi að baki þar sem við Njarðvíkingar fögnuðum okkar öðrum bikartitli í sögunni hjá kvennaliðinu með góðum sigri á sprækum Grindvíkingum. Nú hinsvegar rekum við smiðshöggið í kvöld í deildarkeppnina í Bónusdeild kvenna og að kvöldinu loknu er það sjálf úrslitakeppnin sem bíður okkar.
Fyrir kvöldið í kvöld er ljóst að Haukar eru deildarmeistarar og að Njarðvík lýkur deildarkeppninni í 2. sæti. Hvað varðar því deildarkeppnina hafa lið kvöldsins ekki neina keppni um stig eða sætaskipan en vissulega er þetta síðasti toppslagurinn áður en úrslitakeppnin hefur göngu sína! Njarðvíkingar við mætum græn.
Það verður svo ljóst eftir leikinn í kvöld hvaða lið verður andstæðingur okkar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Áfram Njarðvík!
