Lokaumferð Subwaydeildar kvenna í kvöld: Bæjarrimman!Prenta

Körfubolti

Deildarkeppni karla og kvenna í Subwaydeildinum er að ljúka. Í kvöld fer fram lokaumferðin í Subwaydeild kvenna og annað kvöld verður lokaumferðin í Subwaydeild karla. Eitt og annað er uppi á teningnum í bæjarrimmu Keflavíkur og Njarðvíkur í kvöld sem hefst kl. 19:15 í Blue-höllinni.

Okkar konur eiga enn möguleika á 3. sætinu í deildinni en það þýðir að botnlið Blika þarf að vinna útisigur gegn Haukum og við í Njarðvík að sama skapi að landa tveimur stigum gegn Keflavík.

Eins og áður hefur komið fram eru það Fjölnir, Valur, Haukar og Njarðvík sem skipa úrslitakeppnina þetta árið en Keflavík, Grindavík og Breiðablik hafa lokið keppni eftir kvöldið. Eins og glöggir kannski muna þá hóf Skallagrímur tímabilið í deildinni en dró lið sitt úr keppni.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að mæta í Blue-höllina í kvöld enda fátt betra en El Classico í Reykjanesbæ.

#ÁframNjarðvík