Lokaumferðin: Skallagrímur í heimsókn og Haukar eina voninPrenta

Körfubolti

Í kvöld fer fram lokaumferðin í Domino´s-deild karla. Skallagrímur heimsækir okkar menn í Ljónagryfjuna en allir leikir kvöldsins hefjast kl. 19:15. Ljónin fella sig ekki við neitt annað en sigur í kvöld enda er það eina leiðin í átt að deildarmeistaratitli að því gefnu að Haukar vinni Stjörnuna í kvöld.

Eins og flestum er kunnugt eru Njarðvík og Stjarnan jöfn að stigum á toppi deildarinnar en Stjarnan stendur betur innbyrðis og þarf því að tapa í kvöld og Njarðvík að vinna til þess að deildarmeistaratitillinn endi í Ljónagryfjunni.

Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í Ljónagryfjuna í kvöld og ná upp góðri stemmningu enda úrslitakeppnin handan við hornið. Að lokinni umferð í kvöld skýrist hverjir verða andstæðingar okkar í 8-liða úrslitum.

Þá minnum við á að hægt er að kaupa miða á leikinn í kvöld í gegnum Síminn Pay appið og að stuðningsmannabolirnir góðu eru mættir aftur í hús og verða til sölu á leiknum.

Lokaumferð Domino´s-deildar karla, allir leikir 19:15

Njarðvík – Skallagrímur
Grindavík – ÍR
KR – Breiðablik
Tindastóll – Keflavík
Valur – Þór Þorlákshöfn
Haukar – Stjarnan