Massi auglýsir kraftlyftingar og ólympískar lyftingar fyrir grunnskólakrakka ( 8. – 10.bekkur) ! 🏋️♂️🏋️♀️
ATH! Ókeypis prufutímar
Æfingar fara fram í íþróttahúsi Njarðvíkur og hjá Nordic Training (Holtsgötu 52).
Tilvalið fyrir krakka sem þurfa að styrkjast fyrir íþróttina sína eða þá sem vilja leggja áherslu á kraft- eða ólympískar lyftingar sem aðal íþrótt.
Lögð er sérstök áhersla á tækni og að álag sé í takt við það sem iðkandinn ræður við. Þjálfari er Sindri Freyr Arnarsson en hann hefur mikla reynslu af þjálfun og uppsetningu lyftingaprógramma.
Sindri hefur lokið ÍSÍ þjálfarastigi 1, Kraftlyftinganámskeiði 1 á vegum Kraftlyftingasambands Íslands, MA Strength námskeið í ólympískum lyftingum og stundar nú einkaþjálfaranám hjá Nordic Fitness Education (NFE) á vegum Keilis samhliða námi í Þjálfarastigi 2 hjá ÍSÍ (Íþróttasamband Íslands).
Æfingar fara fram á
Mánudögum kl. 16:10 – 17:00
Miðvikudögum kl. 16:10 – 17:00
Föstudögum kl. 15:30 – 16:20
Hægt er að skrá sig á facebook síðu Massa eða með vefpósti á massi@umfn.is ! 🇮🇸
Mynd eftir © Þóra Hrönn