Maciej Baginski framlengir í NjarðtaksgryfjunniPrenta

Körfubolti

Maciej Baginski framlengdi í dag samningi sínum við karlalið Njarðvíkur og því er hópurinn fyrir næstu leiktíð óðar að taka á sig meiri mynd. Maciej var með 10,5 stig, 2,1 fráköst og 1,9 stoðsendingu að meðaltali í leik á nýafstöðnu tímabili.

Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN sagði það ánægjulegt að Njarðvík væri að halda áfram kjarnaleikmönnum. „Félagið okkar er á góðri vegferð og við teljum lykilþáttinn í því að skapa stöðugleika í hópnum okkar og þar er Maciej einn af okkar lykilmönnum.”

Maciej Baginski er gríðarlega reyndur leikmaður þrátt fyrir ungan aldur en hann var kominn í úrvalsdeild áður en hann fékk ökuskírteinið og því séð margt um dagana. COVID19 ástandið er þó sérstakt að hans mati. „Það voru mikil vonbrigði að þurfa að hætta leik þegar fjörið var framundan. Njarðvíkurliðið var staðráðið í því að gera betur þetta tímabilið en það síðasta og sá metnaður er ekkert farinn og við erum því að horfa björtum augum til næstu leiktíðar.“

Mynd/ Maciej og Kristín í Njarðtaksgryfjunni í dag.