Maciej framlengir í Njarðvík næstu tvö árinPrenta

Körfubolti

Njarðvík og Maceij Bagisnki hafa framlengt samstarfi sínu til næstu tveggja ára en leikmaðurinn skrifaði nýverið undir í Ljónagryfjunni og mætir því vopnaður treyju nr. 23 á parketið næstu leiktíð.

Maciej segir að það hafi ekki komið til greina að yfirgefa Njarðvíkinga á þessum tímapunkti. „Nei sérstaklega ekki eftir síðasta tímabil. Mér finnst vera margt eftir óklárað og margt sem ég þarf að sýna sem ég náði ekki að gera síðustu tvö ár. Seinustu tvö ár eru búin að vera frekar glötuð. Ég hef hvorki náð að gefa mér tíma né eiginlega fengið tíma til þess að ná mér almennilega til baka. Þetta (meiðslin) hefur alltaf verið að bjaga mig. Ég ætla nýta sumarið vel og vera í hörku standi á næsta tíambili. Ég vona að það verði framhald á þessu góða sem var í ár en sá stóri náðist ekki, ég vona að við verðum í sama pakka, að keppa um alla titla.“

Við ræddum nánar við Maciej, sjá viðtalið hér að neðan