Maciej, Óli og Logi áfram með NjarðvíkPrenta

Körfubolti

Í gær var silgt í höfn samningum við þrjá eðal uppalda Njarðvíkinga sem tryggir áframhaldandi veru þeirra hjá klúbbnum á næsta tímabili. Um er að ræða þá Maciej Baginski, Ólaf Helga Jónsson og Loga Gunnarsson.  Fátt þarf að fjölyrða um þessa eðal peyja sem kvittuðu allir undir árs framlengingu á samningi sínum við Njarðvík.  Einar Jónsson og Brenton Birmingham stjórnarmenn lokuðu málinu í gær fyrir hönd stjórnar og sjást á mynd hér að ofan með köppunum.