Make Em Believe æfingar 19. og 20. maí með Chaz WilliamsPrenta

Körfubolti

Chaz Williams verður með Make Em Believe æfingar í Ljónagryfjunni dagana 19. og 20. maí næstkomandi frá kl. 12.00-14.00 báða dagana.

Chaz hefur víðtæka reynslu af séræfingum og heldur reglulega æfingabúðir í Bandaríkjunum fyrir unga og upprennandi leikmenn. Þetta verður í þriðja sinn á tímabilinu sem Chaz er með búðirnar í Njarðvík en allir eru velkomnir að skrá sig til leiks óháð félagi.

Skráning fer fram hér!
(einnig hægt að fara í flipann efst á síðunni hér sem heitir „skráning iðkenda”)

Æfingarnar eru bæði fjölbreyttar og krefjandi og góðar fyrir þá sem vilja bæta sinn leik. Þá styttist líka í að Chaz haldi heim á leið til Bandaríkjanna þar sem tímabilinu hjá karlaliði Njarðvíkur er lokið svo það er aldrei að vita nema hann leysi út einhverja búðagestina með góðum gjöfum.