Már á EM fatlaðra í PortúgalPrenta

Sund
Stjórn ÍF hefur samþykkt tillögu Sundnefndar ÍF og Ólympíuráðs um að senda 4 einstaklinga á Evrópumeistaramót fatlaðra í sundi í 50m laug. 
Mótið fer fram í Funchal í Portúgal dagana 1.-7. maí næstkomandi. Þar eigum við í ÍRB einn fulltrúa sem við erum afar stolt af en það er hann Már Gunnarsson.
Hann mun keppa í 100m skriðsundi, 400m skriðsundi, 100m baksundi og 200m fjórsund. Þess má geta að Már er nýkominn úr æfingaferð með ÍF til Miami sem gekk afar vel.Til hamingju Már og gangi þér sem allra best á EM.