Már með 6 ÍslandsmetPrenta

Sund

Már Gunnarsson gerði  góða ferð til Malmö um helgina Már var þar við keppni ásamt nokkrum öðrum sundmönnum úr NES. Skemmst er frá því að segja að  Már stakk sér til sunds í sjö greinum og setti íslandsmet  í öllum greinum nema einni. Sannarlega góð uppskera hjá þessum efnilega sundmanni sem stefnir á að ná lágmörkum fyrir HM fatlaðra í sundi sem fram fer í Mexíco í septemer.