Marc McAusland kveður NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Marc McAusland kveður Njarðvík.

Knattspyrnudeild Njarðvíkur og Marc McAusland hafa komist að þeirri niðurstöðu að framlengja ekki samstarfi nú þegar samningur Marc rennur út.

Leiðir Njarðvíkur og Marc lágu fyrst saman 2020 þegar hann gekk til liðs við liðið frá Grindavík.

Frá þeim tíma hefur Marc leikið 105 leiki fyrir Njarðvík í leikjum á vegum KSÍ og skorað í þeim 19 mörk, þrátt fyrir að leika stöðu hafsentar.

Marc hefur þá iðulega borið fyrirliðabandið á tíma sínum hjá Njarðvík, og sinnt öllum sínum hlutverkum innan UMFN, hvort sem það er leikmaður eða þjálfari í yngri flokkum með miklum sóma.

Knattspyrnudeildin vill koma þökkum til Marc fyrir sitt framlag til félagsins, sem og óska honum velfarnaðar í nýjum verkefnum.

Áfram Njarðvík!