Mario framlengir í LjónagryfjunniPrenta

Körfubolti

Framherjinn Mario Matasovic hefur framlengt samningi sínum við Njarðvík í Subwaydeild karla. Mario átti eitt sitt besta tímabil til þessa í Njarðvíkurbúning með 15,2 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í leik en hann kom fyrst til félagsins tímabilið 2018-2019.

„Tilfinningin er góð og þetta er rökrétt áframhald á mínum ferli. Tímabilið í ár var betra en þar á undan og nú er markmiðið að fara lengra og berjast um öll þau verðlaun sem eru í boði. Mér líður eins og þetta sé heimili mitt eftir þessi fjögur ár sem ég hef verið hér síðan ég kom úr háskóla,“ sagði Mario í samtali við UMFN.is þegar hann skrifaði undir nýja samninginn.

Það er stjórn mikið fagnaðarefni og Njarðvíkingum öllum að hafa Mario áfram í grænu enda hefur hann skipað sér á sess með fremstu leikmönnum landsins. Nýr samningur er til næstu þriggja ára og ljóst að undirbúningur fyrir næstu leiktíð er kominn í fullan gang.

Á nýliðnu tímabili varð karlalið Njarðvíkur bikarmeistari í upphafi leiktíðar og síðar deildarmeistari en okkar menn féllu svo úr leik í undanúrslitum eftir mikla rimmu við Tindastól.

Mynd/ Jón Björn – Kristín Örlygsdóttir formaður og Mario Matasovic í Ljónagryfjunni við gerð nýja samningins.