Herrafataverslunin Marion er nýr samstarfsaðili barna- og unglingaráðs Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur. Báðir aðilar undirrituðu nýverið samning þess efnis en hjónin Helgi Grétar Gunnarsson og María Ósk Guðmundsdóttir reka verslunina að Hólmgarði 2a.
Anna Hulda Einarsdóttir varaformaður unglingaráðs var að vonum ánægð með nýja samstarfsaðilann sem prýðir búninga yngri flokka Njarðvíkur í körfubolta. „Það er alltaf ánægjulegt þegar fólk og fyrirtæki tekur þátt í barnastarfinu með okkur,“ sagði Anna Hulda en þarna er Marion komið í hóp Grjótgarða, Nettó og Íslandsbanka sem einnig ljá barnastarfinu styrk sinn og prýða búninga iðkenda Njarðvíkur.
Marion Herrafataverslun – Facebook
Marion Herrafataverslun – Instagram
Mynd/ JBÓ: Frá vinstri Anna Hulda Einarsdóttir varaformaður unglingaráðs, Helgi Grétar Gunnarsson og María Ósk Guðmundsdóttir eigendur Marion.