Niðurstaðan í nágrannaslagnum milli Njarðvíkur og Keflavíkur á Ljósanótt var markalaust jafntefli.
Leikurinn var skemmtilegt krydd inn í dagskrá Ljósanætur og var aðsóknin á völlinn góð, og þakkar Knattspyrnudeildin öllum þeim sem lögðu leið sína á Rafholtsvöllinn.
Leikurinn sjálfur þó var frekar lokaður og einkenndist af miklum vind en bæði lið eru í mikilli baráttu um sæti í umspili Lengjudeildarinnar.
Nú þegar ein umferð er eftir af deildarkeppninn sitja Njarðvíkingar í 6. sæti deildarinnar en sæti 2.-5. gefur sæti í umspilinu.
Þó er óhætt að segja að draumurinn um umspilssæti lifir enn og gott betur en það, Njarðvíkingar þurfa nokkurnveginn aðeins að treysta á sjálfa sig og sigra Grindavík í næsta leik í Safamýrinni nk. laugardag þar sem lið Aftureldingar og ÍR sem sitja í sæti 4.-5. mætast innbyrgðis og ljóst að annað hvort þeirra muni tapa stigum þar.
Því hvetjum við alla Njarðvíkinga til að fjölmenna á völlinn næstu helgi!
Alla umfjöllun um nágrannaslaginn má finna hér að neðan:
Umfjöllun og myndasafn Víkurfrétta
Skýrsla fotbolti.net frá leiknum
Viðtal fotbolti.net við Gunnar Heiðar
Stöðutafla Lengjudeildarinnar