Markmannsnámskeið Ingvars Jóns og knattspyrnudeildar NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Ingvar Jónsson markvörður hjá Víkingi Reykjavík og knattspyrnudeild Njarðvíkur munu standa fyrir markmannsnámskeiði frá 16. – 19. ágúst á æfingasvæði Njarðvíkur á Rafholtsvelli við Afreksbraut.  

Námskeiðið kostar 10.000 kr.- og er fyrir markmenn í 3. og 4. flokki, bæði drengi og stúlkur fædd 2005 – 2008.  

Æfingarnar verða fjórar talsins frá mánudegi til fimmtudags frá kl. 12:10 – 13:20   

Í samstarfi með Rinat á Íslandi fá allir þátttakendur glaðning og afsláttarkóða á rinat.is.

Skráning á námskeiðið og frekari fyrirspurnum er svarað á netfanginu: ingvarj1@gmail.com og í síma: 858-1810.