Martin Klein Joensen gengur til liðs við NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Martin Klein Joensen gengur til liðs við Njarðvík.

Martin Klein Joensen skrifar undir samning sem gildir út keppnistímabilið 2025.

Martin er 23 ára gamall Færeyingur sem spilar stöðu framherja og gengur til liðs við okkur frá Víkingur Gøta.
Í Færeyjum hefur Martin leikið samtals 155 leiki og skorað í þeim 82 mörk.
En 75 þessara leikja og 35 mörk hafa komið í efstu deild þar sem hann var nú síðast m.a. valinn leikmaður september mánaðar fyrir góða frammistöðu sína með Víking Gøtu sem sitja í 2. sæti úrvalsdeildar Færeyja þegar ein umferð er eftir af mótinu.
Á þessu tímabili hefur Martin skorað 16 mörk í 25 leikjum og er þriðji markahæsti leikmaður úrvalsdeildarinnar þar í landi.

Sannarlega er um spennandi leikmann að ræða sem verður virkilega gaman að sjá í grænu treyjunni á komandi tímabili.

Knattspyrnudeildin býður Martin Klein hjartanlega velkominn til Njarðvíkur!