Góð þáttaka var á ÍM í kraftlyftingum með búnaði og í klassískri bekkpressu sem fór fram sunnudaginn 3.mars s.l.
Mótið var haldið af Kraftlyftingarfélagi Akraness og fór mótið fram í Likamsræktarstöð Ægis á Akranesi.
Massi átti 8 keppendur sem tóku þátt í klassískri bekkpressu og áttu stórgott mót.
Í drengjaflokki var Andri Fannar Íslandsmeistari í -74kg flokki þegar hann lyfti mest 127,5kg.
Í unglingaflokki varð Samúel Máni Íslandsmeistari í +120kg flokki þegar hann lyfti mest 130kg
Í opnum flokki voru tveir keppendur, Davíð Þór varð Íslandsmeistari í -93kg flokki þegar hann lyfti mest 147,5kg og Þorvarður varð Íslandsmeistari í -120kg flokki þegar hann lyfti mest 175kg.
Fjórir keppendur kepptu í Master 1 flokki. Guðrún Kristjana tryggði sér 2.sætið þegar hún lyfti mest 62.5kg.
Þóra Kristín varð Íslandsmeistari í -84kg flokki þegar hún lyfti 75kg. Birna tók 3.sætið í -84kg flokki með 55kg.
Bjarni Birgir varð Íslandsmeistari í -74kg flokki og voru allar lyftur hjá honum ný íslandsmet. Hann lyfti 120kg í fyrstu tilraun, 127,5kg í annari og 135kg í þriðju.
Massi óskar keppendum sínum til hamingju með góðan árangur á mótinu.
Ef þú hefur áhuga á að æfa kraftlyftingar þá er hægt að hafa samband við Massa á Facebook
Úrslit dagsins má sjá hér https://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-klassiskri-bekkpressu-2024