Kraftlyftingarlið Massa varð stigahæsta í liðakeppni KRAFT í karlaflokki á árinu 2021.
Verðlaun voru veitt á 12.ársþingi KRAFT laugardaginn 26. febrúar s.l. og var það Jens Elís Kristinsson sem tók við verðlaunum fyrir hönd Massa. Jens hefur keppt fyrir Massa síðan 2019. Þess má geta að hann hefur sett 5 íslandsmet og á nú 2 gild íslandsmet í Master 3 flokki.
Kvennalið Massa endaði í 3.sæti í liðakeppni KRAFT. Stigin er gefin fyrir árangur keppanda á árinu og virkar þannig að keppendur fá stig eftir því í hvaða sæti þau lenda í sínumþyngdarflokki. Stigin hjá fimm efstu keppendur í hverju liði gilda svo í liðakeppni KRAFT.
Svona endaði stigakeppnin:
Karlaflokkur
1.sæti – Massi (170 stig)
2.sæti – Breiðablik (143 stig)
3.sæti – Ármann (125 stig)
Kvennaflokkur
1.sæti – Ármann (157 stig)
2.sæti – Kópavogur (124 stig)
3.sæti – Massi (116 stig)
Við óskum okkar keppendum sem og öðrum innilega til hamingju með árangurinn á árinu.