Meistari meistaranna á sunnudag: Njarðvík-HaukarPrenta

Körfubolti

Vertíðin í körfuboltanum er handan við hornið og eiginlegt upphaf hennar kvennamegin fer fram á sunnudag þegar Njarðvík tekur á móti Haukum í leiknum Meistari meistaranna. Þar mætast Íslandsmeistarar og bikarmeistarar síðustu leiktíðar. Leikurinn fer fram í Ljónagryfjunni þann 18. september kl. 19:15 og mun allur ágóði af miðasölu leiksins renna óskiptur í Minningarsjóð Ölla.

Miðasala mun fara fram á StubburApp og á þennan leik eru ársmiðar/stuðningsmannakort ekki í gildi.

Fyrsti leikur í Subwaydeildinni verður svo gegn Keflavík þann 21. september á útivelli en fyrsti heimaleikurinn verður gegn Grindavík í Ljónagryfjunni þann 28. september næstkomandi. Fjölmennum í Gryfjuna á sunnudag, styðjum gott málefni og okkar konur!

#ÁframNjarðvík