Hin árlega viðureign Íslands og bikarmeistara fer fram í Icelandic Glacial Höllinni í Þorlákshöfn í kvöld. Ríkjandi Íslandsmeistarar Þórs fá nýkrýnda VÍS-bikarmeistara Njarðvíkur í heimsókn. Viðureign kvöldsins hefst kl. 19:45 á heimavelli Þórsara.
Við hvetjum alla Njarðvíkinga til þess að fjölmenna í Þorlákshöfn og styðja okkar menn til sigurs! Boðið verður upp á sætaferðir með Bus4u frá Ljónagryfjunni 17:45 og kostar kr. 1000,- í rútuna. Athugið að pláss verður fyrir tæplega 50 farþega.
Meistari meistaranna verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og miðasala leiksins fer fram í gegnum Stubbur app. Þá viljum við einnig minna stuðningsmenn á að sala árskorta á heimaleiki Njarðvíkurliðanna er hafin. Hægt er að hafa samband í gegnum skilaboð á Facebook-síðu deildarinnar.
#ÁframNjarðvík