Ármann hélt Bikarmótið í klassískri bekkpressu sem fór fram í Félagsmiðstöðinni 100 og 1 í Reykjavík en mótið var haldið utandyra í tengslum við Menningarnótt Reykjavíkurborgar. Mótið var vel sótt og stemmingin mjög góð, enda var bæði boðið upp á átök við stálið og önnur góð skemmtiatriði samhliða mótinu. Massi átti 4 keppendur að þessu sinni og úrslit eru eftirfarandi.
Í opnum flokki karla varð Davíð Þór Penalver 2.sæti í -93kg flokki með 145kg.

Í Subjunior karla varð Gabríel Veigar Reynisson bikarmeistari í –59kg flokki þegar hann lyfti 60kg
Í Masters 1 karla varð Benedikt Björnsson Bikarmeistari í -105kg flokki þegar hann lyfti 150kg.

Í Masters 3 kvenna varð Elsa Pálsdóttir bikarmeistari þegar hún lyfti 65kg, einnig var hún stigahæst kvenna í Masters 3.

Massi óskar öllum til hamingju með árangurinn
Hægt er að sjá úrslitin í heild sinni hér ; https://results.kraft.is/meet/menningar-bikarmot-i-bekkpressu–2024
Ljósmyndir frá mótinu : https://www.flickr.com/photos/kraft2010/albums/72177720319741741/