Þrjár sunddrottningar bættust í AMÍ hópinn og nýtt innanfélagsmet leit dagsins ljós ásamt því að nokkrir sundmenn bættu við sig fleiri lágmörkum fyrir AMÍ á lágmarkamóti ÍRB fram fór í Vatnveröldinni í 9. júní. Keppt var í 50m laug og talsverð þátttaka var frá öðrum félögum. Fannar Snævar Hauksson setti nýtt ÍRB met í sveinaflokki í 50m skriðsundi, og þrjár ungar sundkonur þær Jóhanna Arna Gunnarsdóttir, Þórey Una Arnlaugsdóttir og Athena Líf Þrastardóttir gerðu sér lítið fyrir og náðu sínu fyrsta AMÍ lágmarki. Innlega til hamingju sundmenn 🙂