Í dag og á morgun verður hægt að kaupa miða á undanúrslitaviðureign Njarðvíkur og Skallagríms í Maltbikarkvenna sem fram fer fimmtudaginn 11. janúar kl. 17:00 í Laugardalshöll.
Í dag þriðjudaginn 9. janúar verður hægt að kaupa miða á skrifstofu KKD UMFN í Ljónagryfjunni frá kl. 17-19 en miðaverð er kr. 1000,- og rennur ágóðinn óskiptur til deildarinnar svo við hvetjum sem flesta til að versla sína miða á skrifstofunni.
Þá er einnig hægt að hafa samband í Facebook-skilaboðum á FB-síðu KKD UMFN og panta þar miða sem verða síðan keyrðir upp að dyrum þeirra sem búa í Reykjanesbæ. Miðunum verður ekið út í kvöld og annað kvöld.
Miðasalan heldur einnig áfram á morgun, miðvikudag á skrifstofu deildarinnar frá kl. 18-20.
Fjölmennum í Höllina og styðjum okkar konur áfram í baráttunni fyrir sæti í sjálfum úrslitaleik Maltbikarsins 2018!
#ÁframNjarðvík