Mikilvægt að allir iðkendur séu skráðir hjá félaginu, allir færðir inn í XPS network forritiðPrenta

Körfubolti

Nú hefjast æfingar aftur miðvikudaginn 21.október eftir að gert hafi verið hlé á æfingum hjá öllum deildum félagsins vegna fjölgun smita. Mikilvægt er að allir séu skráðir þegar æft og keppt er fyrir hönd félagsins.  Ef upp kemur smit þá skiptir það verulegu máli að iðkandi sé skráður vegna smitrakninga.

Yngri flokkar Njarðvíkur, bæði í körfuboltanum og fótboltanum hafa verið að færa sig inní forritið XPS network

Í XPS forritnu eru  skráðar  upplýsingar um æfingar, leiki, mætingu iðkenda o.fl.

Þar er hægt að skrá forföll og hafa samskipti við þjálfara. Hægt og rólega eru samfélagsmiðlar að detta út sem aðferð samskipta og er stefnan að allt fari í gegnum XPS appið. XPS forritið er notaðu af mörgum íþróttafélögum hér á landi og erlendis.

Nú hefur Nora skráningakerfið tengst XPS forritinu,  um leið og iðkandi er skráður og æfingagjöld greidd fer hann beint inní XPS forritið inní sinn hóp. Upplýsingar eru sendar til foreldra á póstfangið sem skráð er í Nora.  Foreldrar geta nú uppfært upplýsingar eins og netföng og símanúmer inná Nora og fer það sjálfkrafa inn í XPS appið.

Nýjir hópar hafa verið myndaðir fyrir hvern flokk fyrir tímabilið 2020-2021. Gömlu hóparnir detta út og þessir nýju taka við.

 Til þess að hafa aðgang þarf að vera búið að ganga frá skráningu. Það er gert hér https://umfn.felog.is