Njarðvík sigraði Ægi 4 – 1 á heimavelli í kvöld og stimplaði inn einn stæðsta heimasigur í langan tíma. Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á 1 mín skoraði Arnór Svansson fyrir Njarðvík 1 – 0 en gestirnir náðu að svara fyrir sig strax á 4 mín. Síðuskrifari missti af báðum mörkunum en heyrði í fagnaðarhrópum áhorfenda er hann var að hella uppá kaffi inní húsi. Fyrrihálfleikurinn var ein alsherjar barátta og spilað nokkuð hart, staðan 1 – 1 í hálfleik.
Sama barátta var í þeim seinni og fast leikið. Stefán Birgir Jóhannesson skoraði annað marki okkar á 41 mín. Þriðja markið kom á 74 mín þegar fyrirliðinn Styrmir Gauti skallaði boltann í netið. Markvörður Ægis varði í tvígang glæsilega og má segja að hann hafi bjargað tveimur mörkum enda þóttust menn sjá boltann í netinu í bæði skiptin. Dómarinn dæmdi síðan af Njarðvík mark á 90 mín eða réttara sagt línuvörðurinn og voru áhorfendur ekki sammála og létu vel í sér heyra. Það var þó tími fyrir eitt mark í viðbót en það gerði Harrison Hanley á 94 mín eftir hraðaupphlaup.
Góður og mikilvægur sigur fyrir okkar menn í kvöld en langt í frá að það hafi ekki þurft að hafa fyrir þessu gegn baráttuglöðu liði Ægismanna. Með sigrinum erum við í öðru sæti jafnir Gróttu en með betri markatölu. Flott mæting í kvöld í þessari rjómablíðu og þökkum við áhorfendum fyrir komuna.
Næsti leikur okkar er á laugardaginn kemur gegn Völsungi á Húsavík.
Myndirnar eru úr leiknum í kvöld.