Kapparnir í minnibolta 10 ára drengja luku nýverið keppni á Íslandsmótinu en leikið var í Garðabæ. Grindvíkingar urðu Íslandsmeistarar í árganginum og óskum við þeim til hamingju með árangurinn.
Í vetur telfdi Njarðvík fram tveimur liðum. Njarðvík 1 lauk keppni í 3. sæti í B2 riðli með 2 sigra og 2 tapleiki og spiluðu nokkra af sínum bestu leikjum í vetur á Íslandsmótinu. Njarðvík B sýndi einnig sínar bestu hliðar í D3 riðli en hópurinn sneri vel saman bökum í vetur og voru duglegir við að bæta sig. Þjálfarar hópsins eru þeir Benedikt Guðmundsson og Mario Matasovic.
Framundan eru svo æfingar hjá hópnum út maímánuð og svo tekur við skemmtilegt sumarprógramm hjá Njarðvík þar sem við hvetjum iðkendur til að vera duglega að mæta og nýta sumarið vel fyrir næsta tímabil.
Áfram Njarðvík
Efri mynd/ Mario þjálfari ásamt Njarðvík 1 og á neðri mynd er Mario með Njarðvík 2.