Minnibolti 10 ára stúlkna: Spennandi leikir í lokamótinuPrenta

Körfubolti

Lokamót vetrarins í minnibolta 10 ára stúlkna fór fram að Flúðum þetta tímabilið. Njarðvík telfdi fram tveimur liðum og var Þuríður Birna Björnsdóttir Debes þjálfari ánægð með baráttuandann í hópnum:

„Lið 1 kláraði helgina með 3 töp og 1 sigur í B-riðli, allir leikir æsispennandi og 1 framlengdur leikur sem kláraðist á á buzzerþrist andstæðinganna. Lið 2 kláraði helgina með 2 sigrum og 2 töp, báðir sigurleikir voru jafnir alveg fram að síðustu sekúndum. Lið 2 var yfir þegar 6 sekúndur voru eftir og tekið var leikhlé. Andstæðingarnir áttu boltann á miðju og kláruðu stelpurnar leikinn með að spila frábæra vörn. Það var virkilega gaman að sjá hversu miklar bætingar hafa orðið hjá stelpunum, bæði tæknileg bæting og baráttuandi leikmanna. Einnig var frábær reynsla að fá að spila jafna og spennandi leiki þar sem litlu smáatriðin skiptu sköpum og gríðarlega verðmætt veganesti inn í framtíðina. Framtíðin er björt hjá þessum stelpum,“ sagði Þuríður Birna en hún og Bylgja Sverrisdóttir þjálfuðu saman minnibolta 10 og 11 ára stúlkna á tímabilinu.

Áfram Njarðvík

Myndir/ úr einkasafni: Njarðvík 2 er á efri mynd en Njarðvík 1 á þeirri neðri og Þuríður þjálfari með á báðum myndum.