Minning – Ævar Örn JónssonPrenta

Körfubolti

Í dag er borinn til grafar Ævar Örn Jónsson einn af ástsælustu sonum Ungmennafélags Njarðvíkur langt fyrir aldur fram. Ævar hóf að æfa körfubolta, fótbolta og sund með félaginu ungur að árum. Körfuknattleikur naut krafta hans lengi vel og spilaði hann með drengjalandsliði. Sundið átti hinsvegar stærri hlut í honum þegar líða tók á og var Ævar orðinn einn af fremstu sundmönnum landsins þegar best lét.

Þrátt fyrir að Ævar hafi hætt að æfa og spila fyrir UMFN var hann allt til síðasta dags gríðarlega sterkur félagsmaður og stuðningsmaður klúbbsins. Mætti reglulega á leiki í körfuboltanum og hafði skoðanir á hlutunum þegar spjallið fór út í slíkt.  Ævar starfaði sem lögreglumaður og síðar eða allt til síðasta dags sem flugumferðarstjóri í flugturni Njarðvíkur eins og hann kallaði vinnustaðinn. Ævar lætur eftir sig eiginkonu og 5 börn og 1 barnabarn.

Um leið og við hjá körfuknattleiksdeildinni syrgjum einstaklega ljúfan dreng og félagsmann þá sendum við fjölskyldu Ævars innilegar samúðarkveðjur á erfiðum tímum.

Minning lifir um þann glaðlynda og fallega dreng sem Ævar var