Misjafnt hlutskipti Njarðvíkurliðanna í árlegri spáPrenta

Körfubolti

Hinn árlegi kynningarfundur Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í Laugardal í Reykjavík í dag þar sem spá formanna, fyrirliða og þjálfara fyrir leiktíðina var kynnt. KR og Keflavík var spáð titlunum í Domino´s-deildunum en hlutskipti Njarðvíkurliðanna tveggja var nokkuð ólíkt í spánni.

Kvennaliði Njarðvíkur var spáð falli í 1. deild en þekkjandi okkar konur rétt þá verður þetta einvörðungu vatn á millu þessa öfluga liðs sem barðist hart fyrir sæti í úrslitakeppninni á síðustu leiktíð.

Þá var karlaliði Njarðvíkur spáð fjórða sæti í Domino´s-deild karla en við spyrjum öll að leikslokum þó vissulega sé gaman að velta sér upp úr viðlíka hlutum svona „korter“ í mót.

Á morgun hefur kvennaliðið leik þegar Skallagrímur kemur í heimsókn. Við hvetjum ykkur Njarðvíkingar til að fjölmenna á völlinn og styðja kvennaliðið til sigurs en leikurinn hefst kl. 19:15 og fyrir leik verður hægt að skrá sig í og endurnýja aðild sína að stuðningsmannaklúbbi Njarðvíkur, Grænu Ljónin.

Frétt Karfan.is um spánna í Domino´s-deild karla
Frétt Karfan.is um spánna í Domino´s-deild kvenna

Mynd/ Skúli Sig – Fyrirliðarnir Björk og Logi.