Mjólkurbikarinn; Kelflavík – NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Sextán liða úrslit Mjólkurbikarsins eru næst á dagskrá og við ferðumst alla leið yfir í Keflavíkurhverfið. Liðin mættust sl. fimmtudag í Inkasso-deildinni sem endaði með jafntefli. En nú verður leikið til úrslita og sæti í átta liða úrslitum í boði. Það er engin spurning að hér verður barist og vonandi mæti jafn margir og á fimmtudaginn var. Þess má geta að eikurinn verður sýndur beint á Stöð2 sport.

Við hvetjum að sjálfsögðu allt okkar fólk að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar lið áfram.

Áfram Njarðvík

Fyrri viðureignir
Njarðvík og Keflavík hafa mæst einu sinni áður í bikarkeppni árið 1986 í Bikarkeppni KSÍ sem lauk með sigri Keflavík 0 – 3 á Njarðvíkurvellinum gamla.

Leikir Sigur Jafntefli Tap Mörk
B deild 3 0 1 2 2  –  7
Bikarkeppni 1 0 0 1 0  –  3
Deildarbikar/Lengjubikar 2 0 0 2 0  –  5
6 0 1 5 2  –  15

 

KEFLAVÍK – NJARÐVÍK

þriðjudaginn 27. maí kl. 19:15
Nettovöllurinn

Dómari; Pétur Guðmundsson
Aðstoðardómari; Oddur Helgi Guðmundsson
Aðstoðardómari; Kristján Már Ólafs
Eftirlitsmaður; Hjalti Þór Halldórsson
Varadómari; Einar Ingi Jóhannsson