Þá er komið að því fyrsti heimaleikurinn í ár á gras og gestirnir Þróttur Rvík í 32 liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Þetta er fyrri leikurinn í tveggja leikja séríu í röð við Þrótt en þeir mæta hér líka um næstu helgi í fyrsta leik í Inkassodeildinni. Leið okkar í þennan leik var sigur á KB í fyrstu umferð og svo Kórdrengjum í 2. umferð, Þróttur kom inní 2. umferð og sigraði þar Vængi Júpiters.
Þetta er eins og fjallað er um hér neðar fjórða viðureignin milli Njarðvík og Þróttar R. í Bikarkeppni KSÍ á fimmtíu árum.
Það er von okkar að sem flestir mæti á Njarðtaksvöllinn og hvetji okkar menn til sigurs. Við viljum vekja athygli á að engin aðgangskort gilda á leiki í Mjólkurbikarnum. Miða verð er kr. 1.500- fyrir en frítt er fyrir 16. ára og yngri.
Einnig viljum við vekja athygli áhorfenda á að það standa yfir framkvæmdir á áhorfendasvæðinu en verið er að gera betri aðstöðu áhorfenda ásamt veitingaaðstöðu. Við vonum að þeim verið lokið þegar Þór A. mætir hér til leiks laugardaginn 19. maí.
Þróttur Reykjavík, félagið var stofnað 1949. Félagið hefur verið með lið sitt í efstu og næst efstu deild á undanförnum árum. Þróttur er með heimavöll sinn í Laugardalnum.
Fyrri leikir
Viðureignir okkar við Þrótt í bikarkeppni eru alls fjórar. Fyrsta viðureignin var 1968 og var jafnframt fyrsti bikarleikur Njarðvíkinga. Leikurinn árið 2003 var eftirminnilegur þar sem hann endaði 0 – 0 eftir framlengingu og réðst í vítaspyrnukeppni.
Bikarkeppni KSÍ 28.7 1968 Njarðvík – Þróttur b lið 2 – 1
Mjólkurbikarinn 13.6 1998 Þróttur – Njarðvik 3 – 1
Mjólkurbikarinn 11.6 1989 Þróttur – Njarðvík 3 – 0
VISA bikarinn 11.6 2003 Þróttur – Njarðvík 0 – 0 / 0- 0 / 4 – 5 eftir vítaspyrnukeppni
NJARÐVÍK – ÞRÓTTUR R.
mánudaginn 30. apríl kl. 18:00
Njarðtaksvöllurinn
Dómari Egill Arnar Sigurþórsson
Aðstoðardómari 1 Birkir Sigurðarson
Aðstoðardómari 2 Daníel Ingi Þórisson
Eftirlistmaður Björn Guðbjörnsson