Icelandic Glacial mótið hófst í gær í Þorlákshöfn. Njarðvík og Keflavík mættust í fyrsta leik þar sem Keflvíkingar fóru með nauman 74-72 sigur af hólmi. Njarðvíkingar áttu lokaskotið fyrir sigrinum en það vildi ekki niður að þessu sinni.
Fyrir Njarðvík var Ragnar Nathanaelsson atkvæðamestur með 19 stig og 12 fráköst. Terrell Vinson kom næstur með 15 stig og 5 fráköst. Ragnar Helgi Friðriksson setti einnig 10 stig. Mótið heldur áfram í dag þar sem Njarðvík mætir Hetti kl. 14:00 í Þorlákshöfn.
Mynd/ Vinson lék sinn fyrsta leik fyrir Njarðvík í gær.