Mögnuð þátttaka í þjóðhátíðarfjöriPrenta

Körfubolti

Dagana 16. og 17. júní var mikið um dýrðir í Njarðtaksgryfjunni og í Njarðvíkurskóla. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hélt þá tvö risabingó og þjóðhátíðarkaffi. Mætingin var mögnuð og eftir strembna mánuði var ljóst að fólki þótti einkar gott að komast út til að sýna sig og sjá aðra.

Stjórn körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur vill þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera þessa viðburði jafn glæsilega og raun ber vitni. Fjöldi fyrirtækja sá til þess að vinningar í bæði sumarbingói og fjölskyldu bingói væru einkar veglegir og þá voru það enn eina ferðina öflugir félagsmenn sem lögðu sitt af mörkum við veitingagerð á þjóðhátíðarkaffinu. Við hjá körfuknattleiksdeildinni leggjum metnað okkar í öflugt félagsstarf við deildina og baklandið svarar alltaf kallinu, í því liggur sannur auður Njarðvíkinga.

Þið megið öll fastlega gera ráð fyrir því að næstu bingó hjá okkur verði bara betri svo fylgist vel með, við erum strax farin að kokka upp nokkrar nýjar hugmyndir og viðbætur.

Hér má svo nálgast nokkrar myndir frá þessum þremur glæsilegu viðburðum sem haldnir voru á hálfun sólarhring.