Naumt í GarðabæPrenta

Körfubolti

Njarðvíkingar urðu að fella sig við 89-84 ósigur gegn Stjörnunni í gær. Öllu á botninn hvolft reyndist þriðji leikhluti okkur dýrkeyptur en í þeim fjórða náðum við 81-80 forystu á lokasprettinum en heimamenn reyndust sterkari í blálokin.

Eric Katenda lék ekki með í gær vegna veikinda en Chaz og Aurimas voru stigahæstir með 20 stig en þeir Mario og Maciej bættu báðir við 12 stigum. Það hefði vissulega verið vel þegið að hafa tekið þennan slag en nú eru okkar menn í 6. sæti með 18 stig og skammt á milli feigs og ófeigs í stöðutöflunni þar sem liðin í 3.-7. sæti deildarinnar eru með 20 til 16 stig.

Áður en bikar- og landsleikjahlé skellur á er talsvert við að vera því strax á mánudag mæta Valsmenn í heimsókn í Njarðtaksgryfjuna og föstudaginn 7. febrúar halda Njarðvíkingar norður í land og mæta Þór Akureyri.

Umfjallanir um leikinn:
Karfan.is
Vísir.is
Mbl.is

Myndasafn Karfan.is frá leiknum

Mynd/ Bára Dröfn – Aurimas setti 20 stig á Stjörnuna og tók 7 fráköst.