Naumt tap fyrir ÍBVPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði 1 – 2 fyrir ÍBV í lokaleik okkar í Lengjubikarnum í ár. Leikurinn var sannkallaður baráttuleikur frá upphafi til enda og jafnræði með liðunum. Eyjamenn náðu forystunni á 37 mín og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Njarðvíkingar náðu að jafna á 71 mín með glæsilegu marki frá Kenneth Hogg. Eftir jöfnunarmarkið færðist meira fjör í leikinn og bæði lið sóttu af krafti og of skapaðist hætta upp við mörkin. Eyjamenn komust yfir á 85 mín eftir að við höfðum misst boltann á miðsvæðinu. En það sem eftir leið af leiknum reyndu Njarðvíkingar að jafna leikinn en á endanum var flautað til leiksloka og ÍBV vann leikinn.

Þetta var eflaust besti leikur okkar í Lengjubikarnum í ár og allir leikmenn að leggja sig fram til að reyna ná góðum úrslitum. Fjögur stig eru uppskeran úr riðlakeppninni og við getum svo sem verið sáttir við það. Næsti mótsleikur er ekki fyrr en í apríl í Mjólkurbikarnum en liðið heldur í æfingaferð í lok vikunnar til Tyrklands. Þessi leikur var mótsleikur númer 150 hjá Andra Fannar Freyssyni, Kristinn Helgi Jónsson sem kom inná undir lok leiksins lék þar sinn fyrsta meisaraflokksleik og óskum við þeim til hamingju með áfanganna.

Mynd/ Kristinn Helgi og Kenneth Hogg markaskorari okkar

Leikskýrslan Njarðvík – ÍBV

Staðan í Lengjubikarnum A deild riðill 2