Naumt tap gegn AftureldinguPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði 0 – 1 fyrir Aftureldingu í kvöld. Það sem skildi liðin að í kvöld var slysalegt sjálfsmark okkar á 19 mín. Það segja það að hvorugt liðið hafi fengið færi í leiknum allavega ekki nein dauðafæri. Njarðvíkingar vildu meina að varnarmaður gestanna hefði átt að fá rautt spjald snemma í fyrrihálfleik þegar hann stöðvaði Theodór Guðna þegar hann komst innfyrir hann en óviss dómari leiksins gaf aðeins gult, þá hefði einhver annar dæmt víti á lokamínótunum þegar Andri Fannar var felldur í vítateignum í uppbótartímanum. En það dugar lítið að tala um það.

Þetta var annar tapleikur okkar í röð en það er stutt í næsta leik sem er gegn Gróttu á Framvellinum í Safamýri á þriðjudaginn kemur.

Leikskýrslan Njarðvík – Afturelding

IMG_5723

IMG_5788

IMG_5687

IMG_5675