Naumt tap Olympic BKPrenta

Fótbolti

Meistaraflokkur lék í dag æfingaleik gegn Olympic BK í Malmö og lauk leiknum með 2 – 3 sigri Olympic. Leikið var á gerfigrasi á æfingasvæði Malmö FF. Fyrrihálfleikur var markalaus og vorum við ýfið sterkari aðilinn og áttu amk að setja á þá eitt mark.

Theodór Guðni Halldórsson náði forystunni fyrir okkur fljótlega í seinnihálfleik en heimamenn náðu að jafna fljótlega.Það var svo Atli Freyr Ottesen Pálsson sem skoraði annað mark okkar en heimamenn náðu aftur að jafna. Sigurmarkið kom þegar rúmlega 10 mín voru eftir að leiknum. Njarðvíkingar gerðu harða hríð á marki heimanna en ekki tókst að jafna.

Þetta var ágætis leikur en vorbragur á báðum liðum. Lið Olympic BK leikur í 3. deild í Svíþjóð og eru svipað lið og okkar en á góðum degi hefðum við tekið þá. Æfingaferðinni hingað til Malmö lýkur með þessum leik og á morgun förum við að gera okkur klára til heimferðar.

Byrjunarlið; Brynjar Atli Bragason (m), Sigurður Þór Hallgrímsson, Stefán Birgir Jóhannesson, Davíð Guðlaugsson, Georg Guðjónsson, Jón Veigar Kristjánsson, Theodór Guðni Halldórsson, Andri Fannar Freysson, Atli Freyr Ottesen Pálsson, Davíð Guðlaugsson, Bergþór Ingi Smárason, .

Varamenn; , Fjalar Örn Sigurðsson, Ari Már Andrésson, Óðinn Jóhannsson, Vilhjálmur K. Elínarson, Óðinn Jóhannsson, Brynjar Freyr Garðarsson, Krystian Wiktorowicz. Allir leikmennirnir komu við sögu í leiknum, Þeir Hörður Fannar Björgvinsson og Styrmir Gauti Fjeldsted tóku ekki þátt í leiknum.

Myndirnar eru úr leiknum

IMG_6638 (2)

IMG_6641 (2)

IMG_6693 (2)

IMG_6745 (2)