NBA stjarna fagnar bikartitli NjarðvíkingaPrenta

Körfubolti

Facu Campazzo leikmaður liðs Denver Nuggets gladdist yfir bikarmeistaratitli Njarðvíkinga á laugardag. Hann óskaði þá vini sínum Nico Richotti leikmanni Njarðvíkinga til hamingju með titilinn en Nico birti skemmtilega mynd af sér á Instagram með bikarinn í sturtu eftir leik.

Facu Campazzo og Nico eru fyrrum félagar úr argentíska landsliðinu og mættust líka ótal sinnum þegar þeir léku báðir í ACB deildinni á Spáni. Facu Campazzo er risa nafn í alþjóðlegum körfubolta en hann hefur lengst af leikið með stórliði Real Madrid. Á síðustu leiktíð lék hann hins vegar stórt hlutverk með liði Denver Nuggets sem er eitt að sterkari liðum NBA deildarinnar.

Njarðvíkingurinn Nico er ákaflega virkur á samfélagsmiðlunum en þar hefur hann talsvert fylgi á öllum vígstöðum. Fleiri fyrrum leikmenn Argentínu ásamt þúsundum fylgjenda hans hafa þar óskað honum til lukku með bikarinn.

Ef fólk hefur áhuga á að fylgjast betur með Nico á samfélagsmiðlum:

Nico á Instagram – https://www.instagram.com/nicorichotti/

Nico á Youtube – https://www.youtube.com/user/nicorchtt

Nico á Facebook – https://www.facebook.com/NicolasRichotti