Neon-græn Ljónagryfja í sögulegu bingófjöriPrenta

Körfubolti

Stærsta bingó félagsins frá upphafi fór fram um síðustu helgi þar sem Ljónagryfjan okkar var neon-græn og smekkfull af litskrúðugu 80´s fólki sem skemmti sér konunglega fram á nótt.

Vinningar kvöldsins hlupu á hundruðum þúsunda og snjallir bingóspilarar gerðu það gott. Örvar Þór Kristjánsson opnaði samkomuna með sinni alkunnu snilld og hitaði upp mannskapinn áður en bingóstjórinn Agnar Mar Gunnarsson tók völdin. Á milli þess sem spilað var bingó þá var dansað uppi á borðum og ljóst að fólk var miklu meira en tilbúið til þess að gera sér glaðan dag eftir samkomutakmarkanir síðustu ára.

Körfuknattleiksdeildin vill koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra sem lögðu hönd á plóg við þessa miklu skemmtun. Fjöldamargir voru starfandi á kvöldinu og margir tóku vel í að gefa vinninga. Þegar öll bingó voru búin var það okkar eigin Doddi litli sem tók við að þeyta skífum og neonlitað dansgólfið iðaði fram eftir kvöldi.

Það er ljóst að bingóin í Njarðvík eru orðin ein mest sótta og stærsta skemmtun svæðisins og við erum spennt að setjast aftur við teikniborðið og töfra fram næsta bingó fyrir ykkur. Takk fyrir komuna og takk fyrir að gera þetta að ógleymanlegu kvöldi.

Stjórn KKD UMFN

Sérstakar þakkir vegna 80´s neon bingo fá:

Byko
Nói Siríus
Blush
Grjótgarðar
Noel Studios
Geysir
Hár og Rósir
Primos
Sporthúsið
Alpha Gym
Fótaaðgerðastofa Eyrúnar
Helga Jóhanna Oddsdóttir markþjálfi
Paddys
Andlit.is
bpro.is
Keiluhöllin
Jóna og Símon
Sara Böðvars
Magnea Lynn
Anna Margrét
Ásdís Inga
Eyrún Ósk
Eybjörg Art

Myndir/ Jón Björn