Nettómótið verður haldið 9.-10. apríl 2022 – 3 ár frá síðasta móti
Stjórnir barna- og unglingaráða körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur hafa tekið þá ákvörðun að halda Nettómótið í Reykjanesbæ helgina 9.-10. apríl n.k.
Nettómótið hefur ávallt verið haldið fyrstu helgina í mars og er á dagatali KKÍ fyrir opin minniboltamót félaga þá helgi en legið hefur fyrir um hríð að ekki yrði unnt að halda mótið á þeim tímapunkti með t.t. stöðu COVID19.
Nú þegar heil þrjú ár eru liðin frá síðasta Nettómóti erum við orðin gríðarlega spennt að taka á móti iðkendum og hafa gaman saman við að spila körfubolta og gera allt hitt sem er í boði á Nettómótinu.
Mótið 2022 verður haldið með hefðbundnum hætti og mun bjóða upp á allt það besta sem einkennir gott Nettómót enda er mikill hugur í stjórnum körfunnar í Reykjanesbæ og þeirra samstarfsaðilum að útfæra mótið á nýjan leik. Vonandi sjáum við sem flesta körfuboltaiðkendur klára í slaginn eftir langt hlé. Takið helgina frá, frekari upplýsingar verða sendar fljótlega út til félaganna.
Áfram körfubolti – Áfram Nettómót