Úrslitakeppnin hófst á „fall er fararheill” hjá okkar mönnum. Álftanes tók 0-1 forystu í einvíginu með 89-95 sigri í IceMar Höllinni í jöfnum og spennandi leik.
Önnur viðureign liðanna fer fram á Álftanesi mánudaginn 7. apríl þar sem ekkert annað kemur til greina en að jafna seríuna!
Kahlil Shabazz var stigahæstur í gær með 30 stig og 4 stoðsendingar. Dwayne og Milka voru svo næstir í röðinni báðir með 17 stig. Hér að neðan má nálgast helstu umfjallanir leiksins:
VF.is: Njarðvíkingar töpuðu á heimavelli gegn Álftanesi
Karfan.is: Álftanes sterkari gegn Njarðvík
Karfan.is: Vorum að missa fókus
Mbl.is: Óvæntur sigur Álftnesinga í Njarðvík
Mbl.is: Vantaði meiri töffaraskap
Vísir.is: Álftnesingar sóttu sigur í stemmningslítinn Stapaskóla
RÚV: Álftanes vann óvænt í Njarðvík
Mynd/ Gunnar Jónatansson
