Njarðvík 0-1 Tindastóll: Sætaferðir á sunnudagPrenta

Körfubolti

Fyrsta leik í undanúrslitum Subwaydeildar karla er lokið þar sem Tindastólsmenn lönduðu sigri í Ljónagryfjunni 79-84 eftir svakalega glímu. Staðan í einvíginu er því 1-0 fyrir Tindastól og leikur tvö er í Síkinu sunnudaginn 24. apríl kl. 20:15.

Fotios Lampropoulos var fremstur okkar manna í gær með 30 stig og 12 fráköst og Dedrick Basile bætti við 19 stigum, 10 stoðsendingum og 7 fráköstum.

Sætaferðir í Síkið á sunnudag!
Á sunnudag vera sætaferðir í boði í Síkið. Farið verður með Bus4u frá Ljónagryfjunni kl. 14.00 en leikurinn hefst kl. 20.15. Miðaverð í rútuna er kr. 2500. Okkar bestu menn í AG Seafood hjálpuðu til við að stilla miðaverði í rútuna í hóf en AG Seafood er einn af helstu og fremstu samstarfsaðilum deildarinnar. Við viljum ítreka við stuðningsmenn sem fara í rútuna að ölvun ógildir miðann. Hér er hægt að panta sæti í rútuna en greiða þarf á staðnum.

Hér að neðan má nálgast umfjallanir helstu miðla frá leik gærkvöldsins

Visir.is: Fyrsti útisigur Tindastóls í úrslitakeppninni undir stjórn Baldurs

Mbl.is: Tindastóll vann fyrsta leikinn gegn deildarmeisturunum

Karfan.is: Stólarnir sterkari á lokasprettinum í Ljónagryfjunni

VF.is: Njarðvík lenti á vegg í lokin

RÚV.is: Tindastóll leiðir eftir sigur á Njarðvík

Myndir/ Jón Björn – Fotios var frábær í gær og stuðningsmennirnir grænu sömuleiðis. Takk kærlega fyrir að mála gryfjuna græna og fyrir öflugan stuðning við ljónin – þið eruð sannanlega sjötti maðurinn!