Njarðvík 0-2 Tindastóll: Sigur eina sem kemur til greina!Prenta

Körfubolti

Eftir ótrúlegan tvíframlengdan leik í Síkinu í gærkvöldi erum við komin 2-0 undir í undanúrslitum Subwaydeildar karla gegn Tindastól. Lokatölur í gær voru 116-107 þar sem Dedrick Basile fór fyrir Njarðvík með 29 stig, 9 stoðsendingar og 2 fráköst. Fotios kom næstur með 22 stig og 8 fráköst en bæði Haukur Helgi og Mario klukkuðu tvennur, Haukur með 19 stig og 11 fráköst og Mario með 19 stig og 10 fráköst.

Leikur þrjú er í Ljónagryfjunni miðvikudaginn 27. apríl kl. 20:15 og þar dugir ekkert annað en sigur! Mætum græn og tökum undir með trommusveitinni.

Hér má sjá helstu umfjallanir um leikinn í gær

Myndasafn (JBÓ)

Mbl.is: Tindastóll vann ótrúlegan tvíframlengdan leik

Karfan.is: Stólarnir sterkari í tvíframlengdum naglbít í Síkinu

VF.is: Tap eftir tvíframlengdan leik á Sauðárkróki

RÚV.is: Tindastóll hafði betur í spennutrylli á Króknum

Vísir.is: Stólar í kjörstöðu eftir sigur í tvíframlengdum leik

Mynd með frétt/ JB – Dedrick var stigahæstur í Síkinu í gærkvöldi.