Njarðvík 1-0 Haukar: Leikur tvö á föstudag!Prenta

Körfubolti

Njarðvíkurkonur opnuðu úrslitaseríuna gegn bikarmeisturum Hauka með gríðarlega sterkum 59-70 útisigri í Ólafssal í gærkvöldi. Herforinginn okkar Aliyah Collier gerði sér lítið fyrir og setti met í úrslitum kvenna þegar hún skoraði 31 stig og tók 20 fráköst í leiknum en aldrei áður hefur 30/20 tvenna sést í úrslitarimmunni! Mögnuð.

Okkar konur sprungu út í fjórða leikhluta eftir mikinn barning fyrstu þrjá, Njarðvík vann fjórða 12-26 og leiðir nú einvígið 1-0. Næsti leikur verður í Ljónagryfjunni föstudaginn 22. apríl kl. 19:15. Við byrjum snemma á föstudag með gómsætum grillborgurum í partýtjaldinu við Ljónagryfjana kl. 17:45 – ekki missa af þessu.

Hér að neðan gefur að líta umfjallanir helstu miðla eftir leikinn í gærkvöldi:

VF.is: Njarðvíkingar unnu fyrstu viðureignina gegn Haukum

Karfan.is: Njarðvík sterkari á lokasprettinum í Ólafssal

Vísir.is: Njarðvíkingar tóku forystu á útivelli

RUV.is: Njarðvík komin með yfirhöndina í úrslitaeinvíginu

Mbl.is: Miklar sviptingar í fyrsta leik úrslitanna

Framundan er áframhaldandi körfuboltapartý því á morgun sumardaginn fyrsta hefja okkar menn leik í undanúrslitum Subwaydeildar karla gegn Tindastól. Grænir með heimaleikjaréttinn og verður leikurinn kl. 20:15 í Ljónagryfjunni. Partýtjaldið verður mætt á staðinn fyrir utan Gryfjuna, grillin sjóðheit með gómsætum borgurum undir styrkri stjórn Heimaklettsins Frikka Stef. Borgarar og góð stemmning frá kl. 18.00. Á föstudag verður eins og áður kemur fram Partýtjaldið áfram á sínum stað með borgurum og góðum vinum frá 17.45 þegar Njarðvík tekur á móti Haukum í öðrum leik úrslitanna í Subwaydeild kvenna og hefst leikurinn kl. 19:15.

Við styðjum Njarðvík!