Önnur viðureign Njarðvíkur og Keflavíkur í undanúrslitum Bónusdeildar kvenna fer fram í Blue-Höllinni miðvikudaginn 23. apríl. Leikurinn hefst kl. 18.00 og fer miðasala fram á Stubbur app.
Ljónynjur tóku 1-0 forystu í einvíginu með öflugum 95-80 sigri í fyrsta leik þar sem Paulina Hersler gerði 32 stig. Dinkins klukkaði þrennu með 25 stig, 17 fráköst og 10 stoðsendingar og Emilie splæsti í tröllatvennu með 18 stig og 21 frákast!
Nú er komið að leik tvö og við hvetjum Grænu Ljónahjörðina til þess að fjölmenna og styðja vel við bakið á okkar konum.
