Njarðvík hefur tekið 1-0 forystu gegn Stjörnunni í 8-liða úrslitum Bónusdeildarkvenna. Lokatölur þessa fyrsta leiks voru 84-75. Nýr landsliðsþjálfari kvennalandsliðs Íslands var mættur í hús en sá heitir Pekka Salminen og fylgdist grannt með gangi leiksins.
Brittany Dinkins var stigahæst í Njarðvíkurliðinu í gær með 23 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar en henni næst var Paulina Hersler með 22 stig, 11 fráköst og 4 stoðendingar.
Annar leikur liðanna fer fram næstkomandi laugardag 5. apríl og verður kl. 18.00 í Umhyggjuhöllinni. Við hvetjum Ljónahjörðina til þess að fjölmenna og styðja okkar konur til sigurs!
Hér að neðan má svo finna helstu umfjallanir miðla um fyrsta leikinn í úrslitakeppninni sem fram fer í IceMar Höllinni:
VF.is: Njarðvík tók fyrsta leikinn á móti Stjörnunni
Mbl.is: Njarðvík byrjar betur gegn Stjörnunni
Mbl.is: Það eru einkenni góðra liða
Karfan.is: Njarðvík tók forystu í rimmunni gegn Stjörnunni
Karfan.is: Býst ekki við að þetta verði auðvelt
Vísir.is: Njarðvík tekur forystuna í kaflaskiptum leik
Vísir.is: Þetta var alveg orðið smá stressandi
