Njarðvík 1-0 Stjarnan: Laugardagur í UmhyggjuhöllinniPrenta

Körfubolti

Önnur viðureign Njarðvíkur og Stjörnunnar í 8-liða úrslitum Bónusdeildar kvenna fer fram í kvöld. Ljónynjur tóku 1-0 forystu í einvíginu í fyrsta leik og því mætast liðin öðru sinni og nú í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ.

Leikurinn hefst kl. 18.00 og miðasalan fer fram á Stubbur app. Við mætum græn og styðjum okkar konur í baráttunni. Fyrsti leikur var góð refskák og ljóst að Stjarnan ætlar að selja sig dýrt og því verður stuðningurinn í stúkunni það sem mun ríða baggamuninn í einvíginu.

Áfram Njarðvík